Thursday, August 14, 2008

Undanfarnir dagar eru búnir að vera mjög viðburða litlir, við erum öll búin að vera með pínu magakveisu og höfum öll þurft að sitja hjá einn eða tvo daga í skólanum sökum þess. Ragnheiður greyið kemur hvað verst út úr þessu búin að vera veik heima undanfarna tvo daga.

Lima sjálf venst og venst, bilaða umferðin er farin að þykja nokkuð eðlileg og maður bara farinn að áta keyra sig um með opinn gluggann án þess að hósta menguninni. Fólkið sem áður þótti ef til vill pínu ógnandi er nú orðið frekar vinalegt. Og ramm girt hús, öryggisverðir og löggur orðið tákn um öryggi.

En þó er eitt sem ég get ekki vanist, og það eru helvítis lætin. Leigubílstjórar sem og aðrir brjálæðingar í umferðinni flauta eins og fávitar við hvert tækifæri. leigubílstjórar flauta á eftir þér í gríð og erg úti á götu að reyna fá þig inn í bíl, það er flautað á rauðum ljósum sem og grænum, það er flautað til gamans og stundum er bara flautað til þess eins að flauta. Við erum eiginlega kominn á það að flautan hér sé bara hin vinalegasta, að minnsta kosti á meðan maður er í umferðinni. Brjálæðingarnir hér í umferðinni virða ekki hægri rétt, í stað þess að hægja á sér þegar rétturinn er til hægri þá bruna þeir framhjá gatnamótunum með helvítis flautuna í botni til þess að láta vita af sér svo ekki sé þrusað inn í hliðina á þeim. Þó svo að flautan sem er heima á klakanum hið dónalegast tól í umferðinni sé farinn að virðast hin vinalegasta í umferðinni þá er það helvítis hávaðinn af henni sem berst alla leið upp á 16 hæð sem er að gera mann brjálaðann. Flautur og þjófavarnir vekja mann eins og vekjaraklukkur snemma á morgnanna og Ipod er í eyrunum til þess eins að ná að sofna. En svona er jú stórborgarlífið í allri sinni dýrð.

Við fórum í local lágvöruverslunina okkar sem er aðeins nokkrar blokkir frá okkur á mánudaginn. okkur tókst að versla eins og sönnum íslendingum sæmir, eða allt allt allt of mikið. Okkur tókst að versla fyrir rúmar 12 þús krónur, reyndar var ímislegt innifalið í þessum 12 þúsund krónum, áfengi sem að heima á klakanum væri vel 12 þúsund króna virði þannig að við hugguðum okkur við það að við fengum matinn frítt :D

Strimillinn af þessari miklu búðarferð...

Um kvöldið elduðum við okkur svo rosalega fína máltíð, með hráefnunum sem voru keypt fyrr um daginn dýrum dómum. Eins og sést á myndunum sem hér fylgja á eftir þá erum við með úrvals kokka hér á bæ, og eitt stykki sælkera í honum Davíð okkar.


svo vil ég enda þetta á því að sína ykkur sundlaugina okkar sem er uppi á þaki :D

Ekki al slæmt...

Kveðja frá Suður-Ameríku

Ægir

5 Comments:

At August 15, 2008 at 7:19 AM , Blogger Ásta said...

Hæjjjj

Ég er loksins komin heim núna og ætti því að ná þér á msn :) Veigar var útskrifaður af spítalanum í dag og ef allt gengur vel þá þarf ekki að leggja hann inn aftur :)

 
At August 16, 2008 at 6:34 AM , Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!

Gaman að fylgjast með ykkur, þetta er ekkert smá heillandi. Mig langar bara að stökkva uppí næstu vél til S-Ameríku!

Stella

p.s. Vona að skítapestin lagist sem fyrst...

 
At August 16, 2008 at 11:46 AM , Anonymous Anonymous said...

EN gaman að fá ða fylgjast með Limaævintýrum.
Það leynir sér ekki að það votti fyrir öfund í manni!
Hafðu það gott!
Marta

 
At August 17, 2008 at 8:10 AM , Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Ægir frændi minn, frábært að geta fylgst með ykkur þarna úti. Það virðist fara bara nokkuð vel um ykkur í þessari líka fínu íbúð. Er búið að prófa sundlaugina? Ég verð að segja að það væri ekki slæmt í kreppunni hérna heima að komast út í búð og versla allt þetta fyrir 12 þús kall!!
Jæja, farðu vel með þig. Knús og kossar
Tóta frænka

 
At August 20, 2008 at 3:48 PM , Blogger Unknown said...

Helvíti töff allt þarna hjá ykkur og þessi ferð lookar mjög vel. En annars þá mæli ég ekki með fylleríi í þessari sundlaug þarna, ef ég sé rétt út úr þessari mynd sem þú lést inn áður. virðist eins og hún sé á ´þakkantinum :S

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home