Tuesday, August 19, 2008

Hola Mi Amigos/Amigas

How is life?

jæjæa þá er komið að því að fræða ykkur aðeins betur um þetta mikla ævintýri. Þannig er það að skólinn hjá okkur átti að byrja í gær, krakkarnir komu úr sveitinni og allir voða spenntir að fá loksins að byrja í skólanum. En eins og með allt annað í þessarri ferð þá er ekkert svo einfalt. Við vöknuðum klukkan 8 og vorum kominn í skólann kl. 9 á tíma og allt, þessi tími sem að er á mánudögum er eini tíminn sem að við fáum á ensku og ber heitið 'History of the Andean People' áhugaverður kúrs eflaust ef að hann væri ekki á mánudögum og föstudögum. Engu að síður vorum við mætt, útlendingarnir 4 í þennann tíma á slaginu 9, en heyrðu hvar er kennarinn? Okkur leið eins og í grunnskóla aftur, efað kennarinn var ekki komin eftir 15 mín þá fengum við frí. Við biðum og biðum þangað til að við áttuðum okkur á því að kennarinn væri ekki á leiðinni og fyrsti tíminn okkar féll því niður.

Við ákváðum að hinkra í skólanum því að næst var spænsku kennsla á Enrique, hann er í raun eini fasti punkturinn í lífi okkar eins og stendur, við erum búin að vera í spænsku kennslu hjá honum núna í rúma viku, 4 klst á dag og hann hefur frætt okkur mikið um Perú og lifnaðarhætti innfæddra, hann er eins og pabbi okkar hér í Lima. Við skelltum okkur í niðrí tungumála skólann sem er í um 5 mínútna göngufæri frá skólanum okkar. Við vorum komin þangað um 1 og eiddum næstu 4 tímum í eintómri gleði.

Að því loknu áttum við að mæta í tíma kl 5:30 í international relations. Við bombuðumst því aftur upp í skóla bara til þess að komast að því að það var búið að skrá okkur úr áfanganum sökum þess hversu erfiður hann er. Ragnheiður sú eina sem að kann spænsku af okkur 4 fór í áfangann og sagði að jafnvel fyrir hana hafi þetta verið allt of erfitt. Þannig að við vorum í raun kominn aftur á byrjunarreit. En jæja það er allavega nýr dagur á morgun hugsuðum við, og eftir slæmann dag þá drifum við okkur heim og fórum í háttinn snemma því við áttum að mæta í spænsku námskeið kl 7 um morguninn...

Í morgun vöknuðum við kl 6:30 (já meira segja ég vaknaði fyrir kl 7), og úti á horni rétt fyrir 7 beið spænsku kennarinn okkar eftir okkur til þess að keyra okkur í skólann, hann er æði eins og ég sagði að ofan og keyrir okkur stundum heim eftir skóla. Eftir erfiða 4 tíma hjá honum á nöprum þriðjudegi, var feriðinni heitið aftur upp í skóla. Þar beið okkur nýr kúrs sem að okkur var ráðlagt að taka, og var það kvikmynda og bókmennta kúrs sem ber nafnið 'Cine y Literatura'. Dios Mios segji ég bara, við komumst að því þegar að við vorum sest inn að þetta væri alls ekki fyrir okkur. Eg skildi ekki eitt aukatekið orð, ekki eitt. Ekki nóg með það þá var gengið á alla nemendur og þeir beðnir um að kynna sig og segja frá því hversvegna þeir hefðu valið kúrsinn. það vildi svo skemmtilega til að 4 íslendingarnir voru síðastir til þess að tjá sig og eftir ða sigga kynnti sig á ensku og davíð tjáði beknum og kennaranum við upp úr spænsku frasa bókinni sinni að hann talaði ekki spænsku þá skullu upp mikið hlátrarsköll og raunveruleikinn blasti við. Ég fékk því miður ekki tækifæri á að kynna mig eftir það :D Svo kom í ljós að það ætti að lesa 7 skáldsögur á spænsku og horfa á 7 spænskar bíómyndir og skrifa um þær skýrslu á spænsku og þá var okkur ljóst að þetta ætti ekki alveg við okkur :)

Þannig að eins og staðan er núna þá það 0 af 3 só far og er það vonandi að morgundagurinn verði betri við okku. En við látum engan bilbug á okkur finna og höldum ótrauð áfram vitandi það að það reddast allt á endanum. Á morgun er svo enn meiri spænskukennsla og einn áfangi í viðbót sem að við þurfum að prufa, okkur er sagt að hann sé á Spanglish, en við þurfum að komast að því á morgun sjálf hvað verður og hvað gerist...

Skólinn sjálfur er rosa fínn, flottur og þar er allt til alls, viðmót starfólksins er frábært og það vilja allir allt fyrir mann gera.

Um næstu helgi er svo ferðinni heitið í Paradís, Huacachina. Það er oasis(hvað er það á íslensku) í miðri eyðimörk, ótrúlega fallegur staður, þar förum við ásamt 53 öðrum krökkum, og böðum okkur í lauginni, förum á sandbretti! og einhverskonar sandrallý bíla. Hérna er svo það sem að okkur var sagt að taka með okkur.

What would you bring with you?
- Shorts
- Jacket or sweater for the night.
- pair of pants, jeans.
- running shoes, or boots for the sandboarding.
- swimsuit: is hot during the day (25 degrees or more) and cold at night (14 degrees)
- Alcohol! :)

öll þessi skemmtun, rúta, hostel, bílarallý sandbretti á heilar 3000 kr. þetta á eftir að vera rosa gaman og ég mun skrifa um þetta og sýna ykkur myndir af ferðalaginu okkar.

Bestu kveðjur

Ægir

P.S. þetta er það sem að ég á í vændum :D





7 Comments:

At August 20, 2008 at 12:42 PM , Anonymous Anonymous said...

Váá þetta kallast vin í eyðimörk!!

Góða skemmtun:)

 
At August 20, 2008 at 3:35 PM , Blogger Unknown said...

Very nice !!

 
At August 24, 2008 at 5:08 PM , Blogger Hlodver Ingi. said...

Sæll var að horfa á Liverpool leikinn um helgian og var hugsað til þín, er hægt að horfa á bolta þarnna úti?

 
At August 25, 2008 at 8:35 AM , Anonymous Anonymous said...

Þetta er mega nice...


Þetta er semi hnakka tvífari Alla þarna á neðstu myndinni...Gæti verið að þetta sé latino útgáfa af honum.

mbk. Hrafn

 
At August 26, 2008 at 1:22 PM , Blogger Ásta said...

Jæja elskan, er ekki kominn tími á annað blogg og fleiri myndir :)

Ein soldið óþolinmóð :)

 
At August 28, 2008 at 9:36 AM , Anonymous Anonymous said...

Já! Þetta er svona asskoti fínt hjá þér. Alveg að tengja við fullt sem þú ert að ganga í gegnum (var reyndar ekki með sundlaug á þakinu í penthousinu mínu en..) en mikið væri gaman að upplifa þetta með þér.

Takk fyrir öll SMS-in. Hér er allt gott. Helst þrá eftir því að fara að gera eitthvað skemmtilegt sem veldur innri-spennu.

Hafðu það gott vinur og ekki láta mengunina, í öllum sínum formum, yfirbugaði þig!

 
At August 29, 2008 at 5:17 PM , Anonymous Anonymous said...

váááá hvað þetta er allt spennandi.. skemmtu þér eins og enginn sé morgundagurinn þarna úti, gaman að fá að fylgjast með þér.
og bið að heilsa hinum meðlimum team Bifröst/Íslands.
kv Árný

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home