Friday, August 29, 2008

Halló gott fólk...

Hvernig er lífið á klakanum? Ég verð að viðurkenna það að ég var farin að öfunda ykkur af veðrinu heima þar sem að veðrið hér var og er í rauninni ekkert spes. Þeir segja að himininn hér í líma sé eins og maginn á belju; grár og óspennandi. En nú er staðan önnur, hér fer hlýnar með hverri mínútu og þegar maður hringir heim eða kíkir á mbl.is þessa daganna þá áttar maður sig á því hversvegna maður er hér :D

Það er ótrúlegt hvað fólk hér er vinalegt og viljandi til þess að hjálpa manni þrátt fyrir afar takmarkaða spænsku kunnáttu, ég er þó farin að geta spurt að því hvað þetta kostar, skilið tölurnar og svarað aðeins fyrir mig. Þetta kemur allt á endanum og hef ég ekki miklar áhyggjur af því í raun og veru.

Það er ótrúlega margt hér sem situr í manni, stéttaskiptingin er rosaleg og er meður enn að átta sig á henni, ótrúlegt hvað fólk fær lítið borgað og hvernig það lifir. Ég held að það sé ótrúlega gott fyrir alla að átta sig á hversu svartur og hvítur heimurinn er, við höfum yfir öllu að kvarta heima en það er í raun ótrúlegt í hversu mikilli skel við búum. Ég áttaði mig alveg á því að ég bjó í vernduðu umhverfi áður en ég kom hingað, það þurfti enginn ða segja mér það hvað ég hafði það gott. En djöfull hafði ég gott af því að vera skíthræddur fyrstu vikuna mína því ég vissi ekki hvað ég hafði komið mér út í. Það var allt ógnvægilegt, leigubílarnir, umferðin, fólkið, húsin löggan og margt margt fleira. En við hverju getur maður búist þegar maður kemur úr hverfi sem lítur út eins og hverfin hér sem eru girt af með löggum og gaddavír. Ég bý á besta stað í bænum og þegar ég fór í gegnum hverfið mitt í fyrsta skipti þá hélt ég svo fast um veskið mitt að ég var við það að fá stíf krampa. Núna hleypur maður strætin með gullkort í hönd fáklæddur, uppfullur öryggiskennd heilsandi löggum og öðrum öryggisvörðum sem bera skotvopn með góðu noddi. Ótrúlegt hvað hlutirnir eru fljótir að breytast.

En það sem breytist seint er að venjast þeim lifnaðar háttum sem fólk býr við og þeim launum sem það þiggur fyrir sína erfiðis vinnu. Hér er svakaleg uppsveifla og nýbyggingar á hverju strái en hvergi sést vinnuvél né byggingar krani, allt hér er unnið með handafli, heilu göturnar eru fræsaðar og skipt um lagnir í götum eins og ekkert sé, þó tekur það tíma þar sem helstu verkfærin hér eru; skófla, járnkall og haki. Annað sem er skrítið að upplifa er gífurlegur vatnsskortur, við upplifum það ekki beint þar sem að við búum í vestrænum heim hér í hjarta Lima. Ég mun líklega aldrei venjast því að fólk hendi skítugum klósettpappír í ruslið en það segir kanski soldið mikið um það hversu ótrúlega gott við höfum það heima þar sem gnægð vatns er líklegast til meira en annars staðar í heiminum. Það er ótrúlega margt hér sem að maður þarf að venjast þrátt fyrir það að við séum í afar vernduðu umhverfi.

Það er samt gott að vita það að í landi eins og því sem að við búum í sem að hefur búið við einræði og spillingu í gegnum árin að tjáningarfrelsið virðist lifa, þrátt fyrir að við vitum ekki hversu mikið það er virkt þá er allavega gott að vita það að fólk getur safnast saman og mótmælt án þess að vera skotið, hér koma nokkrar myndir af mótmælum sem mynduðust fyrir utan húsið okkar, eins og sést þá var öryggisgæsla mikil á horninu þar sem að skrifstofa forsætisráðherra er en engann sakaði og ekkert vesen virtist vera. Ég fékk þó að fara í stríðsfréttamanna ham og leið eins og að ég væri í Kósóvó innan um vopnaða hermenn og æsta mótmælendur.

Ég fræði ykkur svo um ferð mína í eyðimörkina um síðustu helgi á morgun þegar ég jafna mig af bjór drykkjunni :D

Lima kveðja

Ægir

Mótmæli í Lima

2 Comments:

At August 30, 2008 at 4:02 AM , Blogger Ásta said...

Varstu eitthvað búinn að komast að því hverju var verið að mótmæla?

Vona svo að bjórinn hafi ekki farið of illa í þig ;)

Hlakka til að heyra í þér á eftir :)

 
At August 31, 2008 at 7:45 PM , Anonymous Anonymous said...

Gaman gaman að kíkja inn á síðuna hjá þér, þið eruð augljóslega að njóta þess að vera til...orðið voða dimmt og notalegt á klakanum....frostið alveg að koma og svona, hehe - það er líka gott á sinn hátt ;o)

Njótið ykkar í botn þarna úti...ég fylgist með framgangi mála, hehe

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home